RAGNAR PÁLL RAGNARSSON

Ég er 26 ára macro nerdi búsettur í Reykjavík. Ég er stúdent frá FSU og er menntaður avinnuflugmaður ásamt því að vera klára nám tengt þjálfun næsta vor.  Ég þjálfa Crossfit í Sporthúsinu og sel styrktarprógröm og fleira í fjarþjálfun.  

Frá því ég man eftir mér hef ég verið mjög áhugasamur um íþróttir og hreyfingu. En eins og svo margir varð ég á ákveðnum tímapunkti mjög óöruggur með líkama minn og langaði að gera allt til þess að líða betur. Ég var 14 ára gamall þegar ég fór fyrst í ræktina og hef ekki stoppað síðan að stunda einhvers konar líkamsrækt - Bodybuilding, Kraftlyftingar, Bootcamp og í dag æfi ég Crossfit. Eftir að hafa djöflast í tvö ár án þess að vita neitt byrjaði ég að pæla mikið í mataræði og fræða sjálfan mig um hvað væri besta leiðin til þess að skera af fitu eða bæta á mig vöðva. Niðurstaðan varð auðvitað sú að það skiptir öllu máli hvernig maður borðar. Þannig að þegar ég var 16 ára þá byrjaði ég að elda ofan í mig sjálfur kjúklinga bringur og grjón, móður minni til mikillar undrunar. Ég vigtaði matinn minn og skráði allt niður í app. Þetta hef ég gert síðan þá og safnað mikilli reynslu í bankann án þess þó að átta mig á því fyrr en nýlega að sú reynsla gæti komið fleirum að gagni en mér.  Eftir að hafa byrjað að hjálpa fólki í kringum mig að skipuleggja mataræði sitt og ná þannig árangri þá langar mig að halda áfram og hjálpa þeim sem eru í sömu vandræðum og ég var í einu sinni.  Að aðstoða aðra við að auka lífsgæði sín. Það er mitt markmið árið 2021. 

Heimas%C3%AD%C3%B0a_edited.jpg