Ég vill að þú lærir með Pakka 1 og 2 að telja "macros" eða hitaeiningar sem skiptast niður í Prótein - Fitu - Kolvetni. 

Eftir fjarþjálfunina vill ég síðan að þú getir haldið áfram á eiginn spýtur án mín eftir að hafa vanið þig á betri siði, borðað í hentugum hlutföllum og vonandi litið nýjum augum á hvað er hollt og hvað er óhollt.

 

NÆRINGARÞJÁLFUN

Einfalt og sanngjarnt verð

PAKKI 1 ) 25.000 KR  * ( FULLT ER Í ÞENNAN EINS OG ER)

Fjarþjálfun í 12 vikur

* 40.000 fyrir tvo saman / Pör og fjölskyldur

* 6 Vikur á 15.000

Innifalið

 • Einstaklings miðuð macros

 • Start pakki

 • Aðgangur í lokaða grúbbu

 • Aðgangur að mér í skilaboðum

 • Vikulegt aðhald

 • Sá stuðningur sem þú þarfnast

PAKKI 2 ) 9.000 KR ( VINSÆLAST)

Macros Einungis

* Hjálp við að komast af stað

Þessi pakki gefur þér bara einstaklingsmiðuð macros. 

Engin eftirfylgni og ekkert aðhald.

Þú færð leiðbeiningar til þess að gera breytingar og nokkur mismunandi macros fyrir mismunandi markmið. 

Ég kem þér af stað síðan ertu ein/n á báti.

​Innifalið

 • Macros

 • Start pakki með allskonar uppl. og dæmum.

 • Dæmi um matseðla 

PAKKI 3 ) 30.000 KR

Tilbúið Matarplan

7 daga matseðill með macros sem hentar þínu markmiði. 

Máltíðir sem eru svipaðar og hægt að færa á milli daga og þannig búið til fleiri mismunandi daga. 

Engin eftirfylgni og ekkert aðhald. 

* ATH Makkro Coach ber ekki ábyrgð á ofnæmum eða óþolum sem fólk gæti haft. 

 

Af hverju er besta leiðin að bættum lífstíl í gegnum mataræði?

Ég lít á næringu og matarræði þeim augum að ekki eigi að skipta öllu niður í annaðhvort “hollt” eða “óhollt”... Ég lít svo á að mataræði snúist frekar um - 1) Heildarmagn hitaeininga - 2) Jafnvægi og - 3) Stöðugleika.


 1. Að borða ákveðinn fjölda  hitaeininga, ákveðið magn próteina, fitu og kolvetnis á dag sem hentar þér fyrir þín markmið.

 2. Að vera ekki að “leyfa” sér og fá samviskubit yfir t.d. smá kexi og halda síðan að dagurinn sé hvort sem er ónýtur og missa sig alveg. Sem síðan veldur því að öll vikan verður slæm og á endanum allt árið.  Heldur að fá sér bara kex, telja hitaeiningarnar sem hluta af dags fjöldanum og njóta þess!

 3. Að borða sama fjölda hitaeininga alla daga, allt árið (en auðvitað með pásum á laugardögum).

 

Já ég er að segja að þú getir fengið þér pizzu á þriðjudegi en samt brennt af þér fitu !

Þú ert miklu líklegri til þess að halda þig við gott matarræði ef það er smá skemmtilegt líka inná milli með því að gera pláss fyrir tveim pizzu sneiðum , íspinna , súkkulaði stykki , pipar möndlum… þú skilur hvað ég meina. Heldur en að halda þú þurfir bara borða Bringu og Brokkolí í öll mál. Ég nenni því ekki... því ég gerði það áður í nokkur ár sjálfur og var hundleiður á því og leið ömurlega alltaf þegar ég var ekki nógu “sterkur” og datt í eitt súkkulaði stykki og allur dagurinn ónýtur , svo ég hélt.

Ég vill að þú munir aldrei aftur eiga slæmt samband milli mats og hamingju.