Steinunn Anna Arts - Makkro Profile 2 .p

MAKKRO COACH

Næringarþjálfun

Lærðu að finna frelsið og jafnvægið í matarræði, hreyfingu og heilsu

með macro byggðri fjarþjálfun og bættum lífstíl. 

 

EINS OG ER ÞÁ ER AÐEINS LAUST Í

PAKKA 2

 

AÐEINS UM MIG

Ég heiti Ragnar og hef lengi verið mikill áhugamaður um heilsu og hreyfingu og er núna að þjálfa Crossfit í Sporthúsinu. Fyrir um 9 árum komst ég að því að eina leiðin til þess að vita nákvæmlega hvað ég á að borða mikið, miðað við þau markmið sem ég hef sett mér, er að telja þær hitaeiningar eða "macros" sem ég þarf á að halda. Þannig hef ég lært hlutföllin sem hafa hentað mér best. Markmiðin hafa ýmist verið að "bæta á mig vöðvamassa", "skera mig niður í fitu" eða halda mér í sömu þyngd. Í gegnum árin hef ég prufað mismunandi mataræði og lært ýmsa kosti og galla þess en síðastliðin ár hef ég helgað mér þann lífstíl sem ég aðhyllist í dag og vil kenna öðrum. Mér hefur aldrei liðið betur hvað varðar orku og andlega líðan á æfingum ásamt því að eiga mjög auðvelt með að stjórna þyngd minni þar sem ég þekki nú vel inná sjálfan mig og orkuþörf mína.


Ég hef verið að hjálpa vinum og fjölskyldu með ráðleggingar um næringarþáttinn og hef áttað mig á að ég veit alveg hvað ég er að gera og því ekki að hjálpa fleirum. Ég býð því upp á aðstoð og ráðgjöf um mataræði fyrir þá sem vilja. Hvort sem þú stundar crossfit 6x í viku, ferð út að ganga nokkrum sinnum í viku eða allt þar á milli og langar að læra stjórna magni hitaeininga í réttum hlutföllum þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig. 

Ég kalla þjálfunina Makkro Coach en orðið Makkro er orð sem ég bjó til og er borið fram eins og macro :)

Heimas%C3%AD%C3%B0a_edited.jpg
 

VILTU BREYTA OG NÁ ÁRANGRI

Ertu þreytt/ur á að fara í megrun og gefast alltaf upp?

Áttu erfitt samband milli matar og hamingju?

Viltu geta borðað það sem þig langar til og samt litið vel út? 

Veistu ekki hvað eða hversu mikið þú þarft að borða ?

Þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig !

Summer Salad

MACROS

Ég gef þér upp fjölda hitaeininga og magn próteins, fitu og kolvetnis sem hentar þér.

RÁÐLEGGINGAR

Sem dæmi
- Skipulag máltíða
- Tímasetningar mataræðis í kringum æfingar
- Fæðubótarefni
- Vökva þörf

Lifting Weights
Rock%20Balancing_edited.jpg

JAFNVÆGI

Jafnvægi er eitt það mikilvægasta sem þú þarft að tileinka þér til þess að viðhalda góðu mataræði til langframa.  Ég vil að þú náir þessu jafnvægi hjá mér og getir síðan haldið vegferðinni áfram upp á eigin spýtur.

STÖÐUGLEIKI

Eftir að hafa unnið með mér þarft þú aldrei að fara aftur í "megrun" eða skera burtu ákveðna fæðuhópa. Heldur lærir þú að velja og hafna og finna leiðina að þínu besta lífi!

Pepperoni Slice